Skrá mig inn

Skilmálar

Sofa Borða Elska Slf. (hér eftir nefnt “SBE”) selur aðgang að Virðingarríka Svefnklúbbnum (hér eftir nefnt “VS”), VIP mánuði og Stökum námskeiðum gegn staðgreiðslu og með vefsölu. Áskrift þarf að segja upp svo hún endurnýist ekki.

 

Skyldur SBE

SBE skuldbindur sig til að hafa aðgang að VS opin á meðan áskrift eða 6 vikna aðgangur er í gildi.

Áskrift eða 6 vikna aðgangur að VS hjá SBE veitir viðskiptavini aðgang VS sem innifelur aðgang að samfélagi, netnámsekeiði og hópsímtölum.

 

Skyldur áskrifanda

Hver viðskiptavinur fær aðgang að VS. Aðgang þennan má einn sá nota sem um hann sækir. Umsækjandi er ábyrgur fyrir aðganginum. Það er með öllu óheimilt að framselja rétt sinn til annars aðila. Þá getur áskrifandi ekki geymt rétt sinn til skemmri eða lengri tíma með því að leggja inn áskriftina.

Misnotkun á aðgengi að VS, s.s. birting eða dreifing ósiðlegs, ólöglegs eða ærumeiðandi efnis varðar við lög. Óheimilt er að dreifa því efni sem viðskiptavinur fær aðgang að.

Viðskiptavini ber að öllu leyti að virða þær umgengnisreglur sem settar eru áskrifendum á internetinu, þ.m.t. reglur sem gilda á öðrum hlutum þess og þær notkunarreglur sem heildarsamtök aðila að internetinu setja.

 

Greiðsla í áskrift

Gjaldtaka byrjar frá þeim degi sem að viðskiptavinur fær skráningarsvæðið eða þjónustu afhenta. Eftirfarandi greiðslur í áskrift greiðist mánaðarlega eftir upphafsgreiðslu. Tímabilið miðast við kaupdag hvers viðskiptavinar. Áskriftin heldur áfram þar til skrifleg uppsögn berst, óháð nýtingu. Eftir uppsögn heldur viðskiptavinur aðgangi sínum að VS út þann mánuð sem hann hefur borgað fyrir.

Takist ekki að innheimta fyrir mánaðargjaldinu, berst bréf til viðskiptavinar til áminningar. Reynt er að gjaldfæra kortið í 14 daga í röð áður en aðgangi að VS er lokað.

 

Uppsögn

Uppsögn skal berast skriflega á netfangið [email protected] 

 

Afhending

Aðgangur að netnámskeiði VS er afhentur samstundis í tölvupósti. Viðskiptavinur fær sendan link sem veitir aðgang að námskeiðinu. Þegar viðskiptavinur er tilbúin til þess að nýta sér 6 vikur í VS sendir hann póst á [email protected] og opnað er fyrir aðgang að samfélaginu, sem innifelur einnig vikulegu hópsímtölin.

 

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Suðurlands. Governing law/Jurisdiction These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.

 

Trúnaður

Kaupanda er heitið fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur í tengslum við viðskiptin.

 

Annað

Brot á ofangreindum skilmálum getur valdið tafarlausri lokun á þjónustu. SBE áskilur sér rétt til að endurskoða þessa skilmála án fyrirvara ef þörf krefur. SBE áskilur sér rétt til að senda viðskiptavinum póst, bréf og/eða tölvupóst með tilkynningum er varða þjónustuna. Ekki er hægt að fá endurgreiðslu fyrir tímabil sem áskrifandi meðlimur nýtir sér ekki af einhverjum ástæðum.

SBE áskilur sér rétt til að draga úr tíðni hópsímtala í júlí mánuði og í kringum jól og páska.

SBE áskilur sér rétt til þess að taka upp hópsímtöl og birta innan VS. Áskrifendur munu hafa aðgang að upptöku í óskilgreindan tíma.

 

VIP mánuður

Sofa Borða Elska Slf. selur aðgang að þjónustu hér eftir nefnd VIP mánuður.



VIP mánuður - Afhending

Aðgangur að VIP mánuði er afhentur samstundis í tölvupósti. Viðskiptavinur fær sendan upplýsingar um næstu skref ásamt link sem veitir aðgang að innra svæði VIP mánaðar þar sem hægt er að bóka fyrsta viðtal.

 

VIP mánuður - Endurgreiðsla 

VIP mánuður er ekki endurgreiddur.

 

VIP mánuður - Breytingar á tímabókun

Hægt er að afbóka/breyta bókuðu viðtali með 12 klst fyrirvara. Sé fyrirvarinn minni en 12 klst telst viðtalið notað.


Stök námskeið


Sofa Borða Elska Slf. selur aðgang að þjónustu, stök námskeið (hér eftir SN). SN samanstendur af Nýburinn: 0-12 vikna og Betri svefn: 2-4 ára.


SN - Afhending

Aðgangur að SN er afhentur samstundis í tölvupósti. Viðskiptavinur fær sendan link sem veitir aðgang að viðkomandi námskeiði. Aðgangur er opinn í 12-24 mánuði eftir atvikum, eftir að borgað hefur verið fyrir námskeið.

 

SN - Endurgreiðsla

SN eru ekki endurgreiðanleg uns kaupandi hefur fengið aðgang að efninu.

Hafa Samband