Að vakna snemma
May 06, 2024Að vakna snemma
Hvenær er snemmt of snemmt?
Það er börnum eðlislægt að vakna snemma á morgnanna, þeirra innbyggða dægursveifla gerir að verkum að þeirra náttúrulegi tími til að vakna er um 6:30/7:00 á morgnanna. Allar vaknanir fyrir 6/6:15 myndum við líta á sem of snemmt.
Þó að börnum sé eðlislægt að vakna snemma á morgnanna og sum börn genatískir morgunhanar, er það að vakna klukkan 4/5 of snemmt fyrir alla.
Hvað getur valdið og hvað getur þú gert?
Umhverfið
Svefnumhverfið getur skipt miklu máli. Þessu viljum við huga að:
- Of mikil birta – viljum búa til svartamyrkur
- Of heitt eða of kalt – viljum huga vel að umbúnaði barnsins og herbergishita
- Hávaði – umhverfishljóð geta vakið barnið úr þeim létta svefni sem börn sofa undir morgun. White noise getur hjálpað í þeim tilfellum
Of- eða undirþreyta
Að fara seint að sofa og vakna snemma eru hjón. Of mikil þreyta vegna langrar vöku fyrir nóttina eða lítils dagsvefns veldur því að barnið fer að framleiða kortisol (streituhormón), sem gerir að verkum að barnið sefur lausar, sérstaklega undir morgun og á erfiðara með að sofna aftur eftir að það vaknar á milli svefnhringja undir morgun.
Of lítil þreyta vegna of mikils dagsvefns veldur því að barnið þitt þarf ekki meiri svefn þegar það vaknar undir morgun.
Ef barnið þitt vaknar glatt og tilbúið í daginn hefur það líklega fengið nægan svefn, en ef það vaknar pirrað þarf það líklega að sofa meira.
Of langur morgunlúr of snemma getur verið áframhald á nætursvefni í augum barnsins og viðhaldið því að barnið vakni snemma, því barnið lærir að vinna upp svefninn sem það missti undir morgun í morgunlúrnum.
Hvernig sofnar barnið?
Börn sem þurfa mikla aðstoð við að sofna á háttatíma og sofna aftur á milli svefnhringja á næturnar geta átt sérstaklega erfitt með að sofna aftur á milli svefnhringja undir morgun. Á þessum tíma er líkaminn að gera sig tilbúin til að vakna, melatónín styrkur hefur minnkað og cortisol styrkur hefur hækkað þannig að það er líffræðilega erfiðara að sofa á þessum tíma. Auk þess hefur barnið sofið jafnvel í 10 klst og svefnpressan því mun minni en fyrr um nóttina. Að styðja barnið í að læra að sofna á eigin vegum og sofna aftur á milli svefnhringja á eigin vegum gerir barninu auðveldara fyrir að tengja svefnhringi undir morgun og sofa lengur.
Ljós, matur og félagsleg samskipti endurstilla líkamsklukkuna og kenna barninu þínu að það er komin dagur. Reyndu að forðast þessi atriði í lengstu lög fyrir kl. 6:30.
Viltu meiri hjálp varðandi svefn barnsins þíns?
Netnámskeiðin mín innihalda allar þær upplýsingar sem þú þarft til að hjálpa barninu þínu að læra að sofa vel.